Húskubbar

Tvær megintegundir af húskubbum eru framleiddar hjá Polynorth í dag. Sökkulkubbar með 215 mm steypuþykkt og veggkubbar sem eru með 140 mm steypuþykkt. Úthorn eru einnig í boði fyrir báðar tegundir kubba.

Polynorth framleiðir einnig plastrifjurnar sem steyptar eru í kubbana, í þær rifjur er kambstálið lagt í áður en steypt er. Einfalt, fljótlegt og traust.

Teikningar af frauðkubbum 215mm
Teikningar af frauðkubbum 140mm

Mörg hundruð plastkubbahús (e. Insulating Concrete Form) eru nú þegar til á Íslandi og hafa þau undantekninga laust reynst eigendum sínum vel, sérstaklega þegar kemur að kyndikostnaði þar sem dregur verulega úr orkunotknum sökum góðrar einangrunnar kubbanna.

Hús gert með plastkubbum

Gríðarlega einfalt er að raða saman kubbunum og er best að líkja því við að byggja hús úr lego kubbum. Fyrsti hringur er lagður á þjappaða mölina, kambstálinu smellt í rifjurnar og næsti hringur lagður ofan á. Þegar hæfilegri hæð er náð þá er steypu hellt ofan í kubbana og sökkullinn/veggurinn er tilbúinn með fullri einangrun.

Bílskúr gerður með plastkubbum

Allar nánari upplýsingar veittar á polynorth@polynorth.is eða bara í síma 8577799

Mynd af sökkulbeinum gerður úr plastkubbum frá Polynorth
Mynd af sökkulbeinum gerður úr plastkubbum frá Polynorth
Mynd af sökkulhorni gerður úr plastkubbum frá Polynorth