Alltaf gott veður með Polynorth

Einangrunarplast með reynslu

Vörurúrval

Polynorth framleiðir EPS einangrunarplast til byggingarframkvæmda, fyrir sökkla, plötur, veggi og þök.


EPS stendur fyrir Expandable Polystyrene og er í daglegu tali kallað frauðplast. Það inniheldur 2% af plasti og 98% af lofti og hefur þar af leiðandi mjög góða einangrunareiginleika. Það er einstaklega létt og auðvelt að vinna en hefur góðan styrk við lága eðlisþyngd. EPS er áreiðanlegt og endingargott byggingarefni og er því góður kostur við val fyrir byggingarframkvæmdir.


Skýringarmynd fyrir vegg
Innanhúss einangrun

vrnr.: PN-17-01-xxx

Innanhúss einangrun er til í mörgum stærðum en aðallega 500 x 1000 og 1000 x 3000. Einnig er hægt að fá sérskornar stærðir.

Rúmþyngd 16-17kg/m³ nema óskað sé eftir öðru. Þessi vara er yfirleitt til á lager.


Notkun: Innan á steypta útveggi þar sem gerð er krafa um hátt einangrunargildi.

ÞykktStærð(mm)VörunúmerRúmþyngdPökkun
25500x1000PN-17-01-02517 kg/m³40 plötur20
50500x1000PN-17-01-05017 kg/m³20 plötur10
75500x1000PN-17-01-07517 kg/m³13 plötur6,5
100500x1000PN-17-01-10017 kg/m³10 plötur5
125500x1000PN-17-01-12517 kg/m³8 plötur4

Sköpunargleði & leikur með plastkúlum frá Polynorth

Kúlur eru seldar hjá okkur eftir vigt.
Þær eru notaðar í púða, gjafapúða ofl.

Einnig er hægt að fá áfyllingu á þessar vörur.


Hafðu samband

01

Fagmennska

Við höfum mikla reynslu í byggingariðnaðinum og langa sögu í framleiðslu af einangrunarplasti. Þannig getur þú verið viss um að við munum við þjóna öllum af fagmennsku og metnaði.

02

Góð þjónusta

Við höfum metnað í að gera vel og munum leggja okkur fram við að veita persónulega og alhliða þjónustu fyrir alla viðskiptavini… stóra sem smáa.

03

Lipurð og traust

Verkefnin sem viðskiptavinir okkar takast á við eru mörg og ólík. Þess vegna vitum við að það er nauðsynlegt að vinna traust með því að setja sig inn í verkefnin og sýna lipurð til þess að leysa hvert verkefni sem best.

Hágæða framleiðsla

Plastefnið í framleiðslu Polynorth er hágæða vara, flutt inn frá Finnlandi í 1.1 tonna staukum, og lítur út eins og fínkornað salt. Með heitri gufu í svonefndum forþenjara þenst hvert smákorn út eins og poppkorn og verður að plastkúlum.


Síðan eru kúlurnar settar í kubbamót, þá er hleypt á þær 100 gráðu gufu og leitast þær við við að þenjast út og lofttæma mótið. Við kólnun festast kúlurnar saman og úr kemur plastkubbur sem er að stærð 1×0,5×3 sem er svo skorinn niður í hinar ýmsu þykktir.


Hafðu samband

Polynorth ehf

Í apríl 2021 keyptu Hjörleifur Árnason og Hrafn Stefánsson fyrirtækið Polynorth ehf. af fyrirtækinu Oki ehf.

Hrafn er vélfræðingur að mennt og hefur reynslu af plastframleiðslu bæði hérlendis og erlendis. Hjörleifur er viðskiptafræðingur og matreiðslumaður og hefur verið í fyrirtækjarekstri undanfarin ár, meðal annars í veitingageiranum.

Eigendur Polynorth

Hágæða framleiðsla

Plastefnið í framleiðslu Polynorth er hágæða vara, flutt inn frá Finnlandi í 1.1 tonna staukum, og lítur út eins og fínkornað salt. Með heitri gufu í svonefndum forþenjara þenst hvert smákorn út eins og poppkorn og verður að plastkúlum.


Síðan eru kúlurnar settar í kubbamót, þá er hleypt á þær 100 gráðu gufu og leitast þær við við að þenjast út og lofttæma mótið. Við kólnun festast kúlurnar saman og úr kemur plastkubbur sem er að stærð 1×0,5×3 sem er svo skorinn niður í hinar ýmsu þykktir.


Hafðu samband

Plastframleiðsla á Akureyri
frá árinu 1960

Árið 1960 var fyrirtækið Plasteinangrun hf stofnað og var það staðsett á Oddeyrartanga. Skömmu síðar keyptu KEA og SÍS sig inn í fyrirtækið og urðu aðalhluthafar en árið 1968 fluttist fyrirtækið í eigið húsnæði að Óseyri 3.

Framan af var einangrunarplast í hús eina framleiðslan en árið 1973 hófst framleiðsla á plastpokum undir nafninu AKO-pokinn.


Árið 1981 hófst framleiðsla í stórum stíl á fiskikössum sem brátt urðu ríkjandi í sjávarútveginum. Einnig voru framleiddar trollkúlur, flotkúlur, netahringir, plasttunnur ofl.en þegar mest var störfuðu 20-25 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Árið 1986 keypti Sjálfsbjörg plastpokagerðina út úr fyrirtækinu og flutti hana í Plastiðjuna Bjarg. Ári síðar keypti fyrirtækið Plastás einangrunarþáttinn og þremur áruð síðar keypti Sæplast fyrirtækið sjálft og þáverandi framleiðslu þess og fluttist til Dalvíkur.


Fyrirtækið Plastás ehf, sem staðsett var á Óseyri 4, framleiddi aðallega einangrunarplast en auk þess ýmsa sérvöru.

Alltaf gott veður
með Polynorth

Við erum hér fyrir þig

Við höfum metnað í að gera vel og munum leggja okkur fram við að veita góða þjónustu með gildin okkar, fagmennska, lipurð og traust í fyrirrúmi.


Hægt er að senda fyrirspurnir, pantanir og beiðnir um verðtilboð í tölvupósti polynorth@polynorth.is eða í síma 462-7799 & 857-7799


Hafðu samband